Meistari síðustu ára, Páll Birkir Reynisson, minnti rækilega á sig í gær og ætlar greinilega að verja titilinn 3ja árið í röð. Hann lék langbest allra á aðeins 50 púttum. Liðið hans lék einnig best og ef ég reikna þetta rétt þá eru lið 1 og 4 hnífjöfn og mér segir svo hugur að þau berjist um fyrsta sætið eins og í fyrra en þá hafði lið 1 betur.
Nú er sú stund upprunnin að lið og einstaklingar henda út sínum versta hring og eitt liðið lækkaði sitt skor um 16 pútt. Leikar eiga bara eftir að æsast í síðustu tveimur umferðum sem eftir eru.
Verðlaun
Eins og áður segir eru aðeins tvær umferðir eftir og er ég þessa dagana að keppast við að fylla verðlaunalistann og gengur þokkalega. Ég stefni á, eins og áður, að vera með verðlaun fyrir fyrstu 6 til 8 sætin í hvorum flokki fyrir sig. Þeir sem ekki ná verðlaunasæti verða bara að mæta á lokakvöldið því ég verð með 20 til 30 þokkalega glaðninga fyrir þá sem dregnir verða út. Dregið verður úr nöfnum þátttakenda sem verða á staðnum og eru ekki í verðlaunasætum. ATH! Bara svo því sé haldið til haga að við verðlaunaafhendingu liða geri ég bara ráð fyrir fjórum í hverju liði.
Nú þegar hafa tveir þátttakendur fært mér verðlaun fyrir lokakvöldið og ef einhverjir fleiri eru í slíkri aðstöðu væri það vel þegið. Þá fá bara fleiri einhvern glaðning. Ég er ekki að tala um að fá neitt endilega frítt en góður afsláttur væri vel þeginn 🙂
Lokakvöldið föstudaginn 14. mars
Látið mig endilega vita ef fyrirsjáanlegt er að þið komist ekki í lokapartýið um kvöldið. Það fækkar nöfnunum sem dregin eru út. Það er hundleiðinlegt að draga endalaust upp nöfn sem ekki eru á staðnum. Endilega hafið þetta í huga.
Spinningwheelið í símanum mínum dró út lið vikunnar og upp kom lið nr. 42 sem fær klukkutímann hjá Viggó í Golfklúbbnum, Fossaleyni 6.
Annars bara kátur.
Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 6. umferð.
Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson