ECCO-púttmótaröðin 2022: Lokastaðan

Guðmundur Óskar Hauksson besti púttarinn

Þá er þetta bara búið!

Það var öskrandi spenna í einstaklingskeppninni allt til loka og staðan breyttist hvað eftir annað. Lengi leit út fyrir að Jónas Gunnarsson ætlaði að hafa þetta en svo kom Sigurjón Þ. Sigurjónsson inn á 53, besta skori kvöldsins, aðra vikuna í röð, og var þá kominn í 1. sætið. Svo fór að lokum að Guðmundur Óskar sem lék á 54 og átti fyrir síðustu umferð tveggja pútta forskot á Sigurjón, hafði nauman sigur – einu pútti betri. Til hamingju Guðmundur Óskar.

Fyrir lokaumferðina lá það fyrir að lið 4 ynni þetta en staða næstu liða var jöfn og spennandi og sífellt að breytast þar til síðasta liðið lauk leik.

Eins og áður sagði lék Sigurjón Þ. á besta skori kvöldsins en það gerði líka Leó Snær Emilsson. Léku þeir báðir á 53 púttum. Leó Snær hlaut klukkutímann í Golfhöllinni.

Bestu þakkir til Ecco sem er styrktaraðili mótaraðarinnar og ekki síður þakkir til þeirra félaga sem eru með á mótaröðinni og komu færandi hendi með verðlaun þetta árið og má þar nefna Jóhannes Bjarna í Danól sem kom í hverri viku með sætabrauð og lagði svo til tvo vinninga að auki. Öðlingurinn Guðmundur Björnsson í Flotun er alltaf traustur og kom Sigurbjörn Hjalta einnig færandi hendi. Ómar Örn framkvæmdastjóri GR fær einnig bestu þakkir fyrir stuðninginn og eflaust fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu.

Einnig fjölmörgu fyrirtækjum sem finnst bara sjálfsagt að styrkja svona félagsskap hjá GR. Má þar nefna Myndform, Hereford, Laugar Spa, Kólus og mörg önnur. Golfhöllin veitti verðlaun fyrir besta skor hverrar viku allar fimm umferðirnar. Takk kærlega fyrir það.

Ekki má gleyma að þakka okkar allra besta manni Atla Þór Þorvaldssyni, sem er mín hægri hönd í þessu öllu saman, án hans yrði þetta allt töluvert erfiðara ef ekki óframkvæmanlegt.

Að lokum óska ég sigurvegurunum til hamingju með árangurinn.

Svo að endingu þakka ég öllum fyrir þátttökuna í vetur og vonandi hafa allir haft einhverja ánægju af. Gangi ykkur vel í golfinu í sumar.

Meðfylgjandi er lokastaðan í ECCO-púttmótaröðinni 2022:
Lokaumferð_ECCO.2022.xlsx

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is