Þá er ECCO-púttmótaröðin hafin enn eitt árið og þátttakan samkvæmt venju góð.
Besta skor kvöldsins átti Magnús Guðmundsson í liði 26 (52 pútt) og fast á hæla hans kom Kristján Óskarsson í liði 14 (53).
Dregið var um hvaða lið hlyti klukkutímann hjá Viggó í Golfklúbbnum og var lið nr. 4 og nr. 14 á besta liðsskorinu (107) og dró umsjónarmaður um hvort liðið hlyti hnossið og upp kom lið nr. 14 sem afhent verður næsta fimmtudag. Þess skal til gamans geta að sama lið (14) hlaut einnig þennan sama vinning eftir fyrstu umferð á síðasta ári.
Einnig stefnir umsjónarmaður á að hafa einhvern glaðning fyrir besta skor hverrar viku en það kemur í ljós síðar.
Útfylling skorkorta var nokkuð góð svona heilt yfir en regla nr. 1 er að merkja nr. liðs á skorkortið og nöfn leikmanna eða skammstöfun skýrum stöfum.
Já, vel á minnst, einhver gleymdi gleraugunum sínum!
ATH! Í liðakeppninni telja fjórir eins og menn vita. Þau lið sem skipa 5 eða fleiri leikmönnum, og allir mæta til leiks, er skylda að láta umsjónarmann vita hverjir 4 leikmenn telja í það og það skiptið sem lið áður en leikur hefst. Eru menn ekki örugglega að skilja þetta? Ef ekki hafa samband við umsjónarmann.
Stefnan er sú að úrslit eftir hverja umferð birtist á grgolf.is morguninn eftir hverja umferð.
Annars bara kátur.
Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 1. umferð – 1.umferd_2025
Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is