ECCO-púttmótaröðin 2025: Staðan eftir 2. umferð

Lengi vel leit út fyrir, skv. veðurspá, að ekkert yrði úr púttmótinu í gær en starfsmenn GR skófu bílaplanið í tvígang og veðurspáin gekk sem betur fer ekki alveg eftir svo úr varð góð mæting þó sumir kæmu ansi blautir í hús.

Lið nr. 1. lék langbest í gær (105) og Jónas Kristjánsson, úr sama liði, lék best einstaklinga (53) og hefur lið 1 tekið forystuna í liðakeppninni. Í einstaklingskeppninni er Arnór Tjörvi (1) og Magnús Guðmundsson (26) jafnir og efstir.

Umsjónarmaður minnir þá á sem hafa mætt til leiks en ekki greitt mótsgjaldið að gera það í síðasta lagi næsta fimmtudag ef þeir ætla að vera með á mótaröðinni.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 2. umferð – 02 umf

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is