Eldhressar golfdömur GR á tíræðisaldri

Guðrún Andrés­dótt­ir, 92 ára, Val­gerður Proppé, 94 ára, og Hrafn­hild­ur Ein­ars­dótt­ir, 98 ára, láta sig ekki vanta á golf­völl­inn þrátt fyr­ir tíðræðis­ald­ur­inn. Hafa þær sýnt fram á að ald­ur er aðeins tala þegar kem­ur að því að njóta lífs­ins og halda sér og vina­sam­bönd­un­um virk­um.

Guðrún og Val­gerður hafa þekkst síðan í kring­um árið 1970, en Guðrún kynnt­ist Hrafn­hildi um síðustu alda­mót. Hrafn­hild­ur og Val­gerður bjuggu sam­an í sömu íbúðablokk og byrjuðu að pútta sam­an.

Þegar Val­gerður sagði Guðrúnu frá golfá­huga þeirra þá ákvað hún að slást í hóp­inn og fékk golf­sett í gjöf frá vina­fólki sínu. Þær byrjuðu að spila golf fyr­ir 21 ári og eru í dag fé­lag­ar í Golf­klúbbi Reykja­vík­ur. Þrátt fyr­ir að hafa byrjað á átt­ræðis­aldri hafa þær náð góðum ár­angri.

„Maður er alltaf að læra eitt­hvað nýtt,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hóp­ur­inn hef­ur sett sér það mark­mið að fara einu sinni til tvisvar á ári í golf­ferðir til út­landa, aðallega til Spán­ar, og hafa þær farið í þó nokkr­ar ferðir í gegn­um árin.

Frétt tekin af mbl.is