Næsti bingóviðburður eldri kylfinga verður haldið næsta föstudag, 22. nóvember.
Bingó er liður í vetrarstarfi eldri kylfinga klúbbsins, 65 ára og eldri og er almennt vel mætt á þennan mánaðarlega viðburð enda flottir vinningar í boði. Fjölmennt er á efri hæð Korpunnar í pútt áður en bingó hefst.
Bingó fer fram í veitingasal Korpu og hefst stundvíslega kl. 10:30.
Dagská bingónefndar lítur svona út fram að jólum:
- 22. nóvember
- 13. desember – jólabingó
Við hvetjum alla þá kylfinga sem hafa náð 65 ára aldri til að mæta og taka þátt í góðum félagsskap á komandi vikum.
Golfklúbbur Reykjavíkur