Færslur á flötum ekki leyfðar eftir 15. júní – staðarreglur uppfærðar

Kæru félagsmenn GR ,

Nú er kominn 15. júní og því eru færslur á flötum ekki leyfðar lengur, hvorki á Korpunni né í Grafarholti.

Vallarnefnd hefur ákveðið að sú breyting verður í ár að færslur á brautum verða leyfðar á báðum völlum GR í allt sumar.

Staðarreglur hafa verið uppfærðar miðað við þessar breytingar og má finna þær í dómarahorninu hér vef félagsins.