Félagsgjöld 2023 – kröfur hafa verið stofnaðar í heimabanka

Kröfur vegna félagsgjalda 2023 hafa nú verið stofnaðar í heimabanka hjá þeim félagsmönnum sem ekki höfðu gert aðrar ráðstafanir v/greiðslufyrirkomulags fyrir mánudaginn 16. janúar.

Þurfi að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi eftir 16. janúar þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breytingargjald kr. 990. ATH! Kröfur sem sendar hafa verið í heimabanka eru sendar frá Síminn Pay ehf. og birtast með tilvísun GRGOLFXXXXXXXXXX

Félagsgjöld ársins 2023 eru þessi:
Félagsmenn 19-26 ára, kr. 70.000
Félagsmenn 27-71 árs, kr. 140.000
Félagsmenn 72 ára og eldri, kr. 120.000
Félagsmenn 75 ára og eldri*, kr. 90.000
*Enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt
Allir nýir félagar, 27 ára og eldri, greiða kr. 40.000 í nýliðagjald þegar gengið er í klúbbinn.

Golfklúbbur Reykjavíkur notast við XPS félagakerfi við skráningu og innheimtu félagsgjalda, vilji félagsmenn gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breyingagjald kr. 990.

Áfram er boðið upp á það  greiðslufyrirkomulag sem hefur verið undanfarin ár – allt að 5 skipti með kröfum í banka eða allt að 10 skipti með dreifingu á greiðslukort. Greiðsludreifing á kreditkort ber með sér 3% þjónustugjald.

Skrifstofu klúbbsins er opin alla virka daga frá kl. 09:00-16:00.

Golfklúbbur Reykjavíkur