Félagsgjöld 2025 – innheimta og ráðstöfun greiðslna

Fjárhagsáætlun klúbbsins var kynnt og samþykkt af félagsmönnum á aðalfundi sem haldinn var þriðjudaginn 3. desember og verða félagsgjöld í klúbbinn þessi á komandi ári:

Félagsmenn 19-26 ára, kr. 82.500
Félagsmenn 27-73 ára, kr. 165.000
Félagsmenn 74 ára og eldri, kr. 141.400
Félagsmenn 75 ára og eldri*, kr. 106.100

*Enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt – ath! afsláttur kemur fram þegar haldið er áfram í greiðsluferli
**27 ára og eldri, greiða kr. 40.000 í nýliðagjald þegar gengið er í klúbbinn

Félagsgjöld hafa nú verið lögð á og fer innheima og ráðstöfun greiðslna fram í gegnum XPS félagakerfi á meðfylgjandi slóð https://xpsclubs.is/login

TILBOÐ TIL FÉLAGSMANNA
Boltakort í Básum á kr. 15.000 með kr. 30.000 inneign
Ath! Tilboð gildir aðeins þegar boltakort er keypt með félagsgjöldum. Hægt er að nálgast boltakortið í afgreiðslu Bása í fyrsta lagi tveimur dögum eftir kaup.

Áfram er boðið upp á greiðsludreifingu líkt og undanfarin ár. Hægt er að skipta greiðslum í allt að 5 skipti með kröfu í banka eða allt að 10 skipti með dreifingu á greiðslukort, greiðsludreifing á kreditkort ber með sér 3% þjónustugjald. Sé greiðsludreifingu á kreditkort ráðstafað fyrir 7. janúar næstkomandi er þjónustugjald ekki innheimt.

Við minnum á að innheimtuaðili félagsgjalda er Síminn Pay og birtist krafa frá þeim þegar valdar eru greiðslur í heimabanka.

Athugið að ef félagsmaður ráðstafar ekki greiðslu fyrir 20. janúar næstkomandi verður send út ein krafa í banka með gjalddaga 2. febrúar. Þurfi að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi eftir 20. janúar þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breytingargjald kr. 990.

Golfklúbbur Reykjavíkur