Fimm íslenskir kvenkylfingar á Opna breska áhugamannamótinu

Opna breska áhugamannamótið í kvennaflokki fer fram dagana 20. – 25. júní á Hunstanton vellinum á austurstönd Englands. Fimm íslenskir keppendur taka þátt á mótinu og koma þrjár þeirra úr Golfklúbbi Reykjavíkur – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir. Þær Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG eru einnig meðal keppenda.

Mótið er eitt af allra sterkustu áhugamannamótum veraldar í kvennaflokki og á sér langa sögu. Alls eru 144 keppendur og er keppendahópurinn skipaður mjög sterkum leikmönnum.

Fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og komast 64 efstu í holukeppnina sem tekur við eftir höggleikinn.

Hér má fylgjast með skori og stöðu keppenda í mótinu

Við óskum þessum efnilegu kvenkylfingum alls hins besta á mótinu næstu daga.

Golfklúbbur Reykjavíkur