Fjórða og næstsíðasta umferð í Innanfélagsmóti 70 ára og eldri verður leikin föstudaginn 25. Ágúst, lokaumferðin verður svo leikin föstudaginn 15. september.
Mótið er 9 holur og verður lykkja dagsins, Áin, leikin. Ræst verður út frá kl. 08:30-11:15.
Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna og besta skor karla og kvenna. Nándarverðlaun verða einnig veitt í karla og kvennaflokki þeim sem er næst/ur holu á 13. og 17. braut ásamt lengsta upphafshöggi á 15. braut. Ath! Vinningshafar geta einnig unnið til aukaverðlauna.
Leikdagsetningar sumarið 2023 eru þessar:
- 23.júní
- 14.júlí
- 4.ágúst
- 25.ágúst
- 15. september
Verðlaunaafhending fer fram að leik loknum og þurfa verðlaunahafar að vera viðstaddir. Þeir sem ekki vinna til verðlauna hafa möguleika á vinning þar sem dregið verður úr skorkortum um 4 vinninga.
Opnað verður fyrir skráningu í aðra umferð föstudaginn 18. ágúst, hægt er að skrá sig til leiks i mótaskrá á Golfbox og í golfbúðinni á Korpu. Kylfingar greiða mótsgjald, kr. 1.000 hjá mótsstjóra, Karli Jóhannssyni, þegar mætt er til leiks.
Í lok sumars verður punktahæsti kylfingurinn í karla- og kvennaflokki útnefndur sigurvegari fyrir mótaröð sumarsins.
Nefndin