Frábært skor og mikil keppni í Opnunarmóti Korpu 2022

Opnunarmót Korpu fór fram í dag í frekar svölu veðri. Völlurinn tók vel á móti golfþyrstum kylfingum og kemur Korpan mjög vel undan vetri að sögn kylfinga. Nú hefur Korpan verið formlega opnuð fyrir sumarið. Ræst var út frá 8:30-15:00 í Opnunarmótinu og tóku rúmlega 180 kylfingar þátt. Keppnin var hörð meðal okkar bestu kylfinga, þeir Arnór Ingi Finnbjörnsson og Böðvar Bragi Pálsson komu báðir inn á 65 höggum eða 7 undir pari vallarins. Böðvar Bragi var með betra skor á seinni 9 og vinnur því besta skor dagsins.

Úrslit í Opnunarmóti Korpu 2022 urðu þessi:

Forgjöf 0-14

 • sæti: Arnór Ingi Finnbjörnsson 41 punktar
 • sæti: Helga Friðriksdóttir 40 punktar
 • sæti: Elvar Már Kristinsson 39 punktar (betri seinni 9)
 • Forgjöf 14,1 og hærra
 • sæti: Margrét Jón Eysteinsdóttir 47 punktar
 • sæti: Jón Eysteinsson 43 punktar
 • sæti: Júlíus Geir Guðmundsson 39 punktar

Besta skor: Böðvar Bragi Pálsson 65 högg

Nándarverðlaun:

 • 3.braut: Sigurbjörn Jakobsson 1,54 m
 • 6.braut: Karl Olsen 23 cm
 • 9.braut: Arnór Ingi Finnbjörnsson 1,41 m
 • 13.braut: Jóhann Þorkelsson 98 cm
 • 17.braut: Þorvarður Björgvinsson 2,47 m

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn sinn. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með þriðjudeginum 10.maí.