Bændaglíman fór fram á laugardag – kúrekar unnu nauman sigur á indíánum

Bændaglíma GR var leikin á laugardag og fór frábærlega fram, það voru lið kúreka og indíána sem tókust á á Grafarholtsvelli. Ellert, yfirvallarstjóri klúbbsins fór fyrir flokki indíána og Darren, vallarstjóri Grafarholts leiddi flokk kúreka. Keppni lauk með naumum sigri kúreka en aðeins 2 högg skildu á milli flokkana – kúrekum í vil. Bændur voru báðir sáttir með sína flokka að leik loknum og skemmtu sér ásamt öðrum keppendum frameftir kvöldi undir veislustjórn Jóhanns Alfreð.

Leikinn var 4ra manna texas og var lið úr flokki kúreka sem lenti í fyrsta sæti en voru þó jafnir liði úr flokki indíána á aðeins 59 höggum nettó. Sigurliðið átti betra skor á síðustu 3 holunum.

Úrslitin urðu þessi:

  1. Ólafur Orri Gunnlaugsson    59 högg (betri á síðustu 3)
    Axel Darri Guðmundsson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Hjörtur Árni Jóhannsson
  2. Guðjón Kristinn Sigurðsson  59 högg
    Guðmundur Hannesson
    Harpa Louise Guðjónsdóttir
    Guðrún Lauga Ólafsdóttir
  3. Þorvaldur Freyr Friðriksson   60 högg
    Pétur Runólfsson
    Eyþór Guðnason
    Pétur Geir Svavarsson

Golfklúbbur Reykjavíkur og veitingasalar okkar hjá KH Klúbbhús, þau Mjöll og Guðmundur, þakka keppendum kærlega fyrir frábæran dag á vellinum og fyrir golftímabilið sem nú er að ljúka.