ECCO-púttmótaröðin 2022 – Staðan eftir 1. umferð

Þá er ECCO-púttmótaröðin hafin enn eitt árið og verður ekki annað sagt en hún fari þokkalega af stað. Fyrstu umferð lokið af 5, þar sem 3 bestu umferðir telja. Það er því ekki of seint að skrá sig til leiks ef einhverjir vilja bætast í hópinn.

Húsið opnar kl. 15 en ekki 14 eins og síðast. Hafið það í huga.

Sigurður Ingvar lék best allra, 57, sem er 15 undir pari á 36 holum og lið hans nr. 3 var á besta liðsskorinu 117. En þetta er nú rétt að byrja og á hæla Ingvars koma stórhættulegir sóknarmenn, eins og það yrði orðað í boltanum, eins og t.d. Jón Haukur Gunnlaugsson fyrrverandi meistari. Þeir Jónas Gunnarsson, sem alltaf hefur riðið feitu hrossi frá mótaröðinni og svo eiga eflaust fleiri eftir að láta ljós sitt skína, en eitt er víst að hart verður barist um púttmeistaratitilinn.

Skorkortin
En þá er það alvaran. Það þarf að vanda sig er fylla á út skorkortin. Flest skorkortin eru til fyrirmyndar en svo koma nokkur sem ekki eru alveg að gera sig.

Regla nr. 1 að merkja nr. liðs á skorkortið og nöfn leikmanna eða skammstöfun skýrum stöfum. En þetta lögum við allt í næstu umferð.

Vonandi hefur flest komist rétt til skila í öllum látunum, sem fylgir alltaf fyrsta kvöldinu, en ef ekki þá endilega komið með leiðréttingu næsta fimmtudag eða sendið mér póst.

Annars bara kátur.

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 1. umferð:
1. umferð_ECCO.2022.xlsx

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
s: 898 3795
leturval@litrof.is