ECCO-púttmótaröðin 2023 – Staðan eftir 6. umferð

50 – já 50 var það heillin. Jónas Gunnarsson, úr liði 4, gerði sér lítið fyrir og kom inná 22 púttum undir pari vallarins. Sem gerði það að verkum að lið hans kom inn á langbesta skori vetrarins eða 104 pútt. Jónas er því lang – besti púttari þessarar umerðar og fær hin hefðbundnu verðlaun, eina klukkustund í hermi hjá Viggó.

En eins og menn gera sér grein fyrir er allt að verða vitlaust – áður en yfir lýkur detta út fjórir verstu umferðirnar svo það er öllum fyrir bestu að pútta ekki verr en þeir hafa gert fram að þessu. Gangi ykkur vel með það.

Næsta fimmtudag, 2. mars, ætlar Freydís frá ÍSAM að mæta og vera með klúbbfatnað GR til sýnis og mátunar svo við getum pantað hjá henni það nýjasta fyrir komandi sumar. Hún verður á staðnum frá kl. 16:00-18:00 – hvet ykkur til að mæta tímanlega og sjá hvað er í boði.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 6. umferð – 06 umferð_2023

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is