Fimm íslenskir kylfingar á ECCO tour atvinnumótaröðinni í Svíþjóð – keppni lýkur í dag

Lokadagur á ECCO Tour atvinnumótaröðinni er leikinn í dag. Mótið heitir Rewell Elisefarm og fer fram á Elisefarm golfvellinum. Fimm íslenskir kylfingar eru meðal keppanda og þar af eru tveir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, þeir Andri Þór Björnsson og Böðvar Bragi Pálsson. Hinir eru þeir Aron Snær Júlíusson og Bjarki Már Pétursson úr GKG ásamt Axel Bóassyni úr GK sem er efstur á mótinu fyrir lokahringinn á samtals -6.

Ecco Tour er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu og er að mestu leikið á völlum á Norðurlöndunum.

Mótaröðin getur opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina, ChallengeTour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu – þar sem að Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru með keppnisrétt eftir að hafa náð frábærum árangri á Ecco Tour.

Hér má sjá skor og stöðu keppenda í mótinu

Við óskum þessum flottu kylfingum alls hins besta á lokahringnum í dag.

Golfklúbbur Reykjavíkur