Golffjör Golfklúbbs Reykjavíkur – Sumar 2022

Skemmtileg golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-15 ára (f. 2007-2016). Námskeiðin eru haldin í Grafarholti (Básum).

Markmið Golffjörs GR er kynning á golfíþróttinni og að kynda undir áhuga barna á íþróttinni. Kennd verða öll atriði golfleiksins, allt frá púttum til teighögga auk þess að farið er yfir þær reglur og siði sem eru við lýði á golfvellinum. Fjölbreyttir leikir og búnaður t.d. SNAG verða notaðir á meðan námskeiðum stendur sem hafa það að markmiði að auka samhæfingu, jafnvægi, liðleika og hreyfiþorska barna. Skemmtilegheit verða í forgrunni.

Námskeiðin eru kennd frá kl. 09:00-13:00 mánudag – fimmtudag og verða haldin á eftirfarandi dagsetningum:

13. – 16. júní 4 dagar
20. – 23. júní 4 dagar
27. – 30. júní 4 dagar
11. – 14. júlí 4 dagar
18. – 21. júlí 4 dagar
08. – 11. ágúst 4 dagar
15. – 18. ágúst 4 dagar

 

Verð fyrir 4ja daga námskeið er kr. 18.900.

Systkinafsláttur í námskeiði – 20% (15.120kr)

Ef barn sækir fleira en eitt námskeið – 20% afsláttur eftir fyrsta námskeið

Innifalið í verði
Innifalið í Golffjöri GR er aukaaðild í GR. Aukaðild GR inniheldur sumaraðgang að Thorsvelli í Korpúlfsstöðum (9 holur) og Grafarkotsvelli (6 holur) í Grafarholti. Að auki fá iðkendur boltakort (Silfurkort) í Básum og eins vikna prufutíma á sumaræfingum Golfklúbbs Reykjavíkur**

Skráningar í Golffjör GR 2022 eru hafnar og fer skráning fram hér 

Lýsing á námskeiðum
Námskeiðin eru kennd af Meistaraflokks- og afrekskylfingum GR. Iðkendum er skipt niður eftir aldri og kyn ef mögulegt. Hámark 36 iðkendur í hverju námskeiði og 5 leiðbeinendur hverju sinni.

Á mánudögum til miðvikudags æfir hver hópur fyrir sig frá kl. 9 til 11, nestistími frá 11-11.30 og eftir það æfingar/þrautir/mót frá 11.30 til kl. 13.00.

Á fimmtudegi verða skemmtileg golfmót og þrautir sem enda með pizzupartýi og afhendingu viðurkenningarskjala fyrir þátttöku í Golffjöri GR.

**Hafðu samband við íþróttastjóra GR ef iðkandi í Golffjöri GR hefur áhuga á að koma á sumaræfingar. Einungis aðgangur að sumaræfingum GR. Prufutíma má nota eftir lok námskeiðs en innan þess tíma sem sumaræfingar standa yfir (1.6 til 15.9).

Hlökkum til að taka á móti ykkur í sumar!
Þjálfarar GR