Hluti vallarsvæða lokar frá og með mánudegi 24. október

Hluti vallarsvæða lokar frá og með mánudegi 24. október

Frá og með mánudeginum 24. október mun hluti af vallarsvæðum félagsins loka.

Til þess að hægt sé að halda framkvæmdum áfram á Grafarholtsvelli verður seinni hluta vallarins, brautir 10-18, lokað. Áin mun einnig leggjast í vetrardvala en þar sem hún hefur verið mest notaði hluti vallarins það sem af er hausti þá er líka fyrr farið að sjá á henni en öðrum hlutum vallarins. 

Áfram verður hægt að spila Sjóinn, Landið og fyrri 9 á Grafarholtsvelli.

Salernisaðstöðum á báðum völlum hefur jafnframt verið lokað þar sem hleypa þarf vatni af kerfum fyrir veturinn.

Við biðjum félagsmenn að sýna varkárni í umgengni valla og virða lokanir sem settar eru á vegna frosts þegar svo er.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit