Íslandsmót golfklúbba 2022: Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í 1. deild kvenna 50+

Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði Golfklúbbinn Keili í úrslitaleik 1. deildar á Íslandsmóti golfklúbba 2022 í kvennaflokki 50 ára og eldri sem fór fram á Hólmsvelli í Leiru 18.-20. ágúst. Golfklúbburinn Leynir endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í leiknum um þriðja sætið.

Alls tóku 8 lið þátt og var keppt í tveimur riðlum og leikin ein umferð í riðlinum. Tvö efstu liðin komust í undanúrslit þar sem að efsta liðið í A-riðli lék gegn liðinu í 2. sæti í B-riðli. Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liðinu í 2. sæti í A-riðli. Liðin sem komust ekki í undanúrslit léku um sæti 5.-8. og neðsta liðið féll í 2. deild. Golfklúbbur Vestmannaeyja féll úr efstu deild.

Lið GR var þannig skipað:
Steinunn Sæmundsdóttir, Ásta Óskarsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Signý Marta Böðvarsdóttir, Þuríður Valdimarsdóttir, Guðrún Garðars, Júlíana Guðmundsdóttir, Helga Friðriksdóttir og Sigríður Kristinsdóttir.

Önnur úrslit úr mótinu má sjá á golf.is

Við óskum okkar konum innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!

Golfklúbbur Reykjavíkur