Jólahátíðin framundan – opnunartímar

Jólahátíðin framundan – opnunartímar

Nú styttist í jólahátíðina og eins og komið hefur fram verða framkvæmdir á Korpunni og inniæfingaaðstaðan þess vegna lokuð. Skrifstofa klúbbsins verður einnig lokuð frá og með föstudeginum 20. desember og opnar aftur 2. janúar.

Golfæfingasvæði Bása verður opið fyrir þá kylfinga sem vilja halda sveiflunni við yfir hátðirnar og verða opnunartímar fram yfir jólahátíðina þessir:

23. desember – LOKAÐ
24. desember – LOKAÐ
25. desember – LOKAÐ
26. desember – LOKAÐ
27. desember - opið frá kl. 10-18
28. desember - opið frá kl. 10-18
29. desember - opið frá kl. 10-20
30. desember - opið frá kl. 10-22
31. desember – LOKAÐ
01. janúar – LOKAÐ

Við óskum félagsmönnum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og þökkum fyrir það frábæra ár sem er að líða.  

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit