Liðugur með lægri forgjöf - námskeið

Liðugur með lægri forgjöf - námskeið

LIÐUGUR MEÐ LÆGRI FORGJÖF HEFUR VERIÐ FRESTAÐ - HÆGT ER AÐ FÁ UPPLÝSINGAR UM HVENÆR NÁMSKEIÐ HEFST HJÁ ÖNNU Í GEGNUM NETFANGIÐ ANNA@ANNABORG.IS

Er líkamsástand þitt að standa í vegi fyrir lækkun forgjafar? Til að ná góðum tökum á golfinu og fyrirbyggja meiðsli er mikilvægt að vera í góðu líkamlegu formi. Almenn heilsa og gott líkamsástand er jafnframt grunnurinn að því að geta stundað golf til lengri tíma.

"LIÐUGUR MEÐ LÆGRI FORGJÖF" er æfingakerfi sem þróað er af Önnu Borg í samstarfi við Ragnhildi Sigurðardóttur, PGA golfkennara og vetrarnámskeiðin hennar. Æfingakerfið byggir á styrkjandi og liðkandi æfingum til að bæta hreyfigetu, líkamsbeitingu og líkamsvitund ásamt sérhæfðum golfæfingum sem  markvisst miða að því að auka jafnvægi og bæta sveifluna.

8 vikna námskeið hefst 5. janúar og stendur til 28. febrúar 2022
Kennt er 2x í viku – mánudaga og miðvikudaga

  • 10:30 – 11:20 (konur)
  • 11:30 – 12:20 (konur og karlar)
  • 12:30 – 13:20 (karlar)

Verð: 29.800 kr

Einstaklingsmiðuð þjálfun – hámark 12 manns í hverjum hópi.
Æfingatíminn er 50 mín með þjálfara - Upphitun, tækniæfingar, jafnvægi og teygjur.
Áhersla á rétta líkamsstöðu og líkamsbeitingu.
Mæta í þægilegum íþróttafatnaði, með jógadýnu og eina golfkylfu.

Æfingar fara fram í klúbbhúsi GR – Korpúlfsstöðum (veitingasalur 1. hæð)

Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar með því að senda póst á netfangið anna@annaborg.is eða hringja í síma 899-1623 (Anna Borg).

Til baka í yfirlit