Mercedes-Benz bikarinn – Holukeppni GR 2022

Mercedes-Benz bikarinn – Holukeppni GR verður á sínum stað í sumar. Hinu ánægjulega samstarfi við Bílaumboðið Öskju verður haldið áfram. Þetta verður sjötta árið í röð sem keppnin er haldin en holukeppnin hefur fest sig vel í sessi, í þessu móti er keppt með fullri forgjöf og hentar því öllum klúbbmeðlimum að taka þátt. Gjaldgengir eru allir meðlimir GR sem eru 19 ára og eldri.

Sigurvegara Mercedes-Benz bikarsins til þessa má sjá hér:

2017      Böðvar Bragi Pálsson
2018      Margrét Richter
2019      Sigurður Óli Sumarliðason
2020      Júlíus Helgi Júlíusson
2021      Jón Kristbjörn Jónsson

Alls geta 128 keppendur keppendur tekið þátt og verður skráning í mótið auglýst þegar báðir vellir félagsins hafa opnað. Leikið er með útsláttarfyrirkomulagi. Keppendum fækkar því um helming í hverri umferð sem þýðir það þarf 7 umferðir og þar með 7 sigra til þess að standa uppi sem sigurvegari. Mótið stendur frá sumarbyrjun og lýkur með úrslitaleik í kringum mánaðamótin ágúst/september.

Bílaumboðið Askja er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskipavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.

Golfklúbbur Reykjavíkur