Opna Icelandair var leikið í veðurblíðunni á Korpu í dag, leiknar voru lykkjurnar Landið/Áin og tóku tæplega 200 manns þátt. Tómas Eiríksson Hjaltested skilaði inn besta skori dagsins en hann lauk leik á 5 höggum undir pari, alls 67 högg. Glæsileg verðlaun frá Icelandair eru einnig veitt fyrir 4 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna og má sjá úrslit dagsins hér:
Punktakeppni - karlar:
- Arnar Freyr Reynisson, GR – 43 punktar
- Tómas Andri Bjartsson, NK – 42 punktar (bestur á seinni 9)
- Daníel Orri Árnason, GR – 42 punktar (betri á seinni 9)
- Ágúst Daði Guðmundsson, GBR – 42 punktar
Punktakeppni – konur:
- Melkorka Knútsdóttir, GK – 44 punktar
- Bára Ægisdóttir, GR – 42 punktar
- Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir, GO – 41 punktur
- Björg Jónína Rúnarsdóttir, GÁ – 40 punktar
Besta skor: Tómas Eiríksson Hjaltested, 67 högg.
Nándarverðlaun:
13.braut – Heiða Rakel Rafnsdóttir, 0,75
17.braut – Ólafur Á. Jónsson, 0,33
22.braut – Bjargey Aðalsteinsdóttir, 1,06
25.braut – Bjarki Þór Davíðsson, 1,35m
Við þökkum keppendum öllum kærlega fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum í mótinu til hamingju með sinn árangur. Vinningar verða sendir til vinningshafa frá Icelandair á næstu dögum.
Golfklúbbur Reykjavíkur & Icelandair