Fyrsta bingó ársins haldið 17. janúar – ath! breytt tímasetning

Fyrsta bingó eldri kylfinga árið 2025 verður haldið föstudaginn 17. janúar.

Bingó er liður í vetrarstarfi eldri kylfinga klúbbsins, 65 ára og eldri og byrja margir daginn á því að pútta saman á efri hæð Korpunnar áður en bingó hefst.

ATH! Bingó hefst á slaginu 10:00 í veitingasal Korpu.

Bingódagar 2025 verður haldið þessa daga:

  • 17. janúar
  • 21. febrúar
  • 21. mars
  • 11. apríl – Páskabingó

Bingóspjaldið kostar kr. 500 og er tekið við greiðslum bæði með pening og korti.

Almennt er vel mætt á þennan mánaðarlega viðburð eldri kylfinga og eru flottir vinningar í boði. Við hvetjum þá félagsmenn, sem hafa náð 65 ára aldri, til að mæta og taka þátt í bingóviðburðum fram á vorið.

Golfklúbbur Reykjavíkur