Fyrsta umferð í Sumarmótaröð GR kvenna var leikin á mánudag

Fyrsta umferð af átta  í Sumarmótaröð GR kvenna fór fram á Korpunni síðasta mánudag, veðrið var yndislegt og bauð upp á logn og smá rigningu. Alls tóku 93 konur þátt í mótinu.

Best þennan dag var Anna Magnea Kristjánsdóttir á 42 punktum, næst á eftir henni er svo Karen Guðmundsdóttir með 41 punkt.

Hérna er hægt að sjá skor og stöðu úr fyrstu umferð

Næstar holu  voru á 6. braut, Kristbjörg Steingrímsdóttir enn hún var 1,09 m.  Og á 9. braut var það Hafdís Hafliðadóttir sem var 1,32 m frá.  Við óskum þeim báðum til hamingju með þetta, öll nándarverðlaun verða afhent á lokahófi í lok sumars.

Dregin voru út 2 skorkorta verðlaun. Þær heppnu að þessu sinni voru Guðlaug Ásta Georgsdóttir sem vann spil fyrir 2 á Keili og Helga Melkorka Óttarsdóttir sem vann spil fyrir 2 á Hlíðarvelli. Til hamingju með það stelpur og þið getið nálgast þessa vinninga í golfversluninni Grafarholti næsta mánudag, 12. Júní, þegar önnur umferð í Sumarmótaröðinni verður leikin.

Kveðja,
Kvennanefnd GR