Golfa.is – 136 konur púttuðu í Korpunni miðvikudaginn 28. febrúar

Linda Björg Bergsveinsdóttir átti besta hring þessarar umferðar en hún spilaði á 26 höggum. Steinunn Sæmundsdóttir leiðir, samanlagt skor hennar fyrir 3 bestu hringi er 81 högg.

Allt getur gerst í 6. og síðustu umferð. Margar konur eru á sama skori og fá högg skilja að milli sæta. Minnum á að 10 efstu konur pútta einn úrslitahring í lokahófinu eftir 6. umferð.

Eftir 6. umferð þann 6. mars verður lokahóf og opnað hefur verið fyrir skráningu í það. Lokahófið er innifalið í mótsgjaldinu. Linkur á skráningarformið er hér: https://forms.office.com/e/dgXzYK7gj4

Skráningin lokar á hádegi 5. mars.

Hlökkum til að sjá ykkur.