Golfa.is púttmótaröð GR kvenna – 176 konur skráðar til leiks

Góð þátttaka er meðal GR kvenna á öllum aldri í Golfa.is – Púttmótaröð GR kvenna. Alls eru 176 konur skráðar til leiks og ekki orðið of seint að mæta og taka þátt, aðeins fjórar umferðir af sex búnar.


Katrín Garðars hjá Golfa.is kynnti vandaðan fatnað fyrir konum á miðvikudag

Staðan eftir tvær umferðir er æsispennandi, Mjöll Daníelsdóttir leiðir með 56 högg en fast á hæla hennar koma Berta Kristín Jónsdóttir, Herdís Jónsdóttir og Sólveig Guðrún Pétursdóttir allar á 57 höggum. Alda Jóhanna Gunnlaugsdóttir átti fæst högg í annarri umferð, 26 talsins.

Pútt er lykilþáttur í hverjum góðum golfleik og því hvetjum við konur til að mæta með okkur og nýta vetrarmánuðina til að styrkja pútt getuna og hitta aðrar áhugaverðar og skemmtilegar GR konur.  Næsta umferð verður leikin miðvikudaginn 8. febrúar og er hægt að mæta hvenær sem er frá kl. 16:30-20:00.

Þökkum frábæra þátttöku til þessa!
Kvennanefnd GR