Golfa.is – púttmótaröð GR kvenna, frábær mæting í 2. umferð

Í gær fór fram önnur umferð í Golfa.is – púttmótaröð GR kvenna. Mætingin var frábær en alls mættu 147 konur til leiks.

Elísabet Traustadóttir skilaði besta hringnum í gær en hún fór á 24 höggum sem er algjörlega einstakur árangur.

Það virðist vera almenn ánægja með að hægt sé að byrja að pútta fyrr á daginn en nú er hægt að pútta á milli kl. 14-20. Bílastæðið við Korpuna var nánast jafn þétt setið kl. 14. og á góðu sumarkvöldi. Álagið virðist þó hafa dreifst ágætlega og þetta gekk mjög vel.

Kvennanefndin þakkar góða þátttöku og minnum á að ennþá er hægt að mæta og taka þátt, næst verður púttað miðvikudaginn 14. febrúar.