Golfa.is – púttmótaröð GR kvenna, fyrsta umferð var leikin á miðvikudag

Fyrsta umferð Golfa.is – púttmótaráðarinnar var haldin miðvikudaginn 31. janúar. Veðurspáin fyrir daginn var ekki góð sem hafði áhrif á mætingu en 70 konur mættu samt til að pútta og var stemningin virkilega góð hjá þeim konum sem mættu.

Þennan fyrsta hring var það Björg Jónsdóttir sem átti besta hringinn en hún fór á 27 höggum sem er glæsilegur árangur.

Golfhöllin hefur styrkt kvennanefndina með gjafabréfum svo vikulega munum við draga úr skorkortum heppina kvenna sem vinna gjafabréf í golfhermi. Golfhöllin hefur ákveðið að bjóða GR konum uppá sérstaka opnun á sunnudögum frá kl. 18 en þá verða hermarnir einungis opnir fyrir GR konur. Við hvetjum konur til að nýta sér þessa þjónustu hjá Golfhöllinni. Þessa vikuna var það Auður Arna Arnardóttir sem var dregin út. Til hamingju með það!

Við sjáumst næst miðvikudaginn 7. febrúar og minnum á að það er ennþá hægt að vera með þó þú hafir misst af fyrsta púttkvöldinu.

Netfang kvennanefndar er grkvennanefnd@gmail.com og hvetjum við ykkur til að senda okkur línu ef þið viljið senda okkur ábendingar eða spurningar.

Kvennanefnd GR