Golfa.is – púttmótaröð GR kvenna hefst 25. janúar

Sælar kæru GR konur og gleðilegt nýtt golfár!

Það er komið að Púttmótaröð GR kvenna. Við erum stoltar að segja frá því að mótaröðin í ár er í samstarfi við Golfa.is sem er vefverslun með vönduðum golffatnaði á konur í eigu Katrínar Garðardóttir sem er GR kona. Við hvetjum ykkur GR konur til að kynna ykkur golffatnaðinn sem Golfa.is býður uppá.

Í ár verða leiknar sex umferðir og hefst sú fyrsta næstkomandi miðvikudag, 25. janúar. Púttað er inni  á efri hæð Korpu frá 16:30-20:00 – hættum að taka við skorkortum kl. 20:15.

Dagsetningar sem leikið verður á eru eftirfarandi:

  • 25. janúar
  • 1. febrúar
  • 8. febrúar
  • 15. febrúar
  • 22. febrúar
  • 1. mars – lokaumferð og verðlaunaafhending

Spilaðir verða tveir hringir í hverri umferð þar sem sá betri telur, veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og dregið verður úr skorkortum á loka kvöldinu.

Mótsgjald fyrir þátttöku er kr. 2.500 og greiðist þátttökugjald fyrir fyrsta mótskvöld.

Vinsamlega leggið þátttökugjaldið inn á reikning nr. 0370-22-045208 kt. 230781-3899 (Guðrún Íris Úlfarsdóttir)

Nánar um golfa.is. Vefverslunin www.golfa.is er í fararbroddi með golffatnað fyrir konur. Með tísku, gæði og þægindi að leiðarljósi.

Lagt er upp úr að vera með mikið úrval en í mjög litlu magni, til þess að hver og ein golfdrottning njóti sín í golfdressi sem eftir er tekið. Stærðir eru frá 2-18, amerísk númer. Auðvelt er að finna sína stærð því stærðartöflur eru við hverja einustu vöru skv uppgefnum málum frá hverjum framleiðanda fyrir sig.

Til þess að koma til móts við þarfir þeirra kvenna sem ekki treysta sér til að gera kaupin á netinu er boðið upp á stutta opnunartíma í húsnæði okkar sem eru auglýstir á facebook síðu Golfa

Vinkonum og hópum býðst að koma í heimsókn og panta fyrir hópinn sinn samstæðan fatnað, í sumum tilfellum er um sérpantanir að ræða. Margt spennandi í boði þar.

Vona að þið finnið falleg golfdress hjá Golfa.is

Hlökkum til að hefja golfárið með ykkur!
Kvennanefnd GR