Golfa.is Púttmótaröð GR kvenna – staðan eftir 3. umferð

Konur mættu á Korpuna í gær og léku í 3. umferð Golfa.is Púttmótaröð GR kvenna. Veðrið var ekki upp á sitt besta en 105 konur létu það ekki stoppa sig og mættu til leiks að pútta.

Staðan er mjög jöfn og spennandi, þrjár efstu konurnar eftir 3. umferð eru Kristín Anna Hassing með 88 högg og fast á eftir fylgja svo Alda Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir báðar með 89 högg.

Skúli frá Vegaljós mætti og aðstoðaði konur við að skipta um grip á pútternum

Ennþá eru þrjár umferðir eftir af púttmótaröð GR kvenna og hvetjum við allar konur til að mæta og taka þátt. Það er bara gaman að koma og hitta aðrar GR konur og hita sig upp fyrir vorið og komandi.

Næsta umferð verður leikin miðvikudaginn 15. febrúar og hlökkum við til að sjá ykkur þar!

Kveðja,
Kvennanefnd GR