Það var gaman að sjá þann fjölda kvenna sem mættu í fyrstu umferð á púttmótaröð GR kvenna sem leikin var á miðvikudag en alls mættu 139 konur til leiks. Í ár er púttmótaröðin leikin í samstarfi við Golfa.is sem er vefverslun með vönduðum golffatnaði á konur.
Eftir fyrstu umferð eru það þær Ásdís Þórarinsdóttir og Mjöll Daníelsdóttir sem leiða á 28 höggum.
Leiknar verða 6 umferðir í púttmótaröðinni ár og hvetjum við þær konur sem ekki mættu í fyrstu umferð að mæta miðvikudaginn 1. febrúar og skrá sig til leiks. Púttað er inni á efri hæð Korpu frá 16:30-20:00 – hættum að taka við skorkortum kl. 20:15.
Stöðuna eftir fyrstu umferð má sjá hér:
Golfa.is Púttmótaröðin_2023.xlsx – staða eftir 1 mót.pdf
Hlökkum til að sjá ykkur næsta miðvikudag!
Kvennanefnd GR