Fyrsta umferð Golfa.is – púttmótaráðarinnar var haldin þriðjudaginn 21. janúar. Takk fyrir elsku GR konur fyrir frábæra þátttöku.
Þennan fyrsta hring var það Guðrún Gunnarsdóttir sem átti besta hringinn en hún fór á 26 höggum sem er glæsilegur árangur.
Nýtt í ár er liðakeppnin sem virkilega er að slá í gegn, 36 lið skráð sem er langt umfram okkar væntingar. Liðin eru fjölbreytt, saman standa af golfhópum, vinkonum og stökum konum sem náðu saman á Facebook hóp GR kvenna.
Við sjáumst í dag þriðjudaginn 28. janúar og minnum á að það er ennþá hægt að vera með þó þú hafir misst af fyrsta púttkvöldinu. Þó að það sé metþátttaka að þá er enþá pláss fyrir áhugasamar konur. Álagið dreifist ágætlega.
Minnum á að vanda til við útfyllingu skorkorts og minnum á að þátttakandi fyllir ekki inn eigið skorkort heldur ritari.
Sæki endilega um aðgang að Facebook síðu GR kvenna þar sem allar upplýsingar um mótið er að finna – GR konur á facebook
Netfang kvennanefndar er grkvennanefnd@gmail.com og hvetjum við ykkur til að senda okkur línu ef þið viljið senda okkur ábendingar eða spurningar. Við getum líka gert okkar allra besta til að hjálpa ykkur að komast í lið sé áhugi fyrir því.
Kvennanefnd GR