Golfbílaumferð leyfð á Korpu
Formleg opnun Korpu fer fram á laugardaginn kemur, eins og auglýst hefur verið á miðlum félagsins. Okkur er sönn ánægja að tilkynna félagsmönnum að frá og með opnun vallarsins á laugardaginn verður leyfð umferð golfbíla á vellinum.
Þar sem golfbúð hefur ekki enn verið opnuð þarf skráning að fara fram á skrifstofu félagsins þar til búðin opnar á laugardaginn.
Vallarstjórar biðja kylfinga að fara varlega og kynna sér þær reglur sem settar eru um notkun golfbíla. Ökumönnum er skylt að fara eftir þeim reglum sem settar eru en þær eru eftirfarandi:
- Aka skal á stígum þar sem þess er kostur.
- Forðast skal akstur út á brautum, nota skal brautarjaðra eins og kostur er.
- Stranglega bannað að keyra yfir flatir, inná teiga eða á milli flatar og glompu.
- Óheimilt er að aka golfbíl inná svuntur (forflatir).
- Ekki skal aka golfbíl nær flöt en sem nemur 10 metrum.
- Ítrekuð brot á reglum um notkun golfbíla varðar leikbann á völlum klúbbsins.
- Fylgist vel með merkingum um akstur golfbíla.
- Höldum völlunum okkar fallegum saman og fylgjum ávallt reglum.
ATH! Leigutaki ber fulla ábyrgð á leigðum golfbíl.
Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur við formlega opnun vallarsins.
Golfklúbbur Reykjavíkur