Golfferð fyrir félagsmenn GR til Morgado með VITAgolf 2-10 apríl

VITAgolf er mikil ánægja að bjóða félagsmönnum GR golfferð til Morgado í Portúgal 2.- 10. apríl næstkomandi. Morgado er vestur af Faro og tekur aksturinn frá flugvellinum u.þ.b. 45 mínútur. M.v. flugtíma hér að ofan er hægt að spila eða æfa golf eftir komu fyrsta dag og síðan alla daga næstu 7 daga, það gerir 8 golfdaga í ferðinni.

Morgado golfsvæðið býður upp á tvo frábæra en ólíka 18 holu golfvelli og einstaklega vel hannað æfingasvæði. Þar að auki er stórglæsilegt 4* hótel við golfvellina. Þess má geta að Morgado völlurinn hefur verið mikið notaður á Challenge Tour.

Í sömu ferð verður einnig æfingahópur barna , unglinga og afrekshópur GR en almennir kylfingar verða aðskildir frá æfingahópnum.

Flogið verður til og frá Faro í beinu leiguflugi með Icelandair á Boing 757 vél.

Brottför er þann 2. apríl kl. 08:50 lent í Faro kl. 14:00. Flugtími heim þann 10. apríl er frá Faro kl. 14:10 lent í Keflavík kl. 17:10.

Hægt er að skoða allt um svæðið á VITAgolf vefsíðunni hér

  • Verð í tvíbýli 239.000 kr.
  • Verð í einbýli 269.000 kr.

Innifalið:

  • Beint leiguflug til og frá Faro með Icelandair
  • Flutningur golfsetts
  • Akstur milli flugvallar og hótels
  • Gisting með morgun- og kvöldverðarhlaðborði
  • *Ótakmarkað golf með golfbíl f. fullorðna og golfkerrur fyrir ungmenni alla

*Ótakmarkað golf: farþegar okkar geta spila ótakmarkað golf sér að kostnaðarlausu alla spiladagana. Fastir rástímar okkar eru alla morgna og viðbótar golf er ekki hægt að panta fyrirfram og er háð umferð á völlunum daglega.

**Ekki er hægt að nota Icelandair Vildarpunkta í þessari ferð.

Hægt er að bóka í ferðina hér og skrá inn hópanúmer 3019. Velja 2. apríl 2022 og kerfið vísar ykkur áfram til að klára bókun á ferð.