Skráningar á sumarnámskeið barna og unglinga, Golffjör GR, eru hafnar í XPS félagakerfi.
Golffjör GR eru hugsuð fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-15 ára. Kennt er í og við æfingasvæði GR í Grafarholti – Básum. Grunnatriði leiksins eru höfð að leiðarljósi ásamt því að hafa gaman í skemmtilegum hópi. Þátttakendur læra grunngildi og grunntækni golfíþróttarinnar og í lokin þreyta allir hæfileikapróf þar sem sett eru fyrir ákveðin árangursmarkmið.
Sex námskeið verða í boði í sumar og má sjá allar upplýsingar um þau hér – Golffjör GR
Smellið hér til að skrá barn á námskeið
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja,
Þjálfarar