Golffjör GR – skráning hafin

Búið er að opna fyrir skráningu í Golffjör GR fyrir komandi sumar. Golffjör GR eru námskeið sem starfrækt eru yfir sumartímann og eru hugsuð fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-15 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Hvert námskeið er fjórir dagar (mán-fim) og er kennt frá kl. 09:00-13:00. Eftir að hafa lokið námskeiði stíga krakkarnir mörg hver inn í starfið hjá klúbbnum og fara að stunda reglubundnar æfingar allt árið um kring.

Kennsla fer fram á æfingasvæði GR í Grafarholti – Básum. Öllum er heimilt að taka þátt hvort sem viðkomandi er félagi í golfklúbbi eða ekki. Grunnatriði leiksins eru höfð að leiðarljósi ásamt því að hafa gaman í skemmtilegum hópi.

Námskeiðin verða í boði á eftirfarandi dagsetningum í sumar:

Námskeið 1 18. – 20. jún (þri-fim)
Námskeið 2 24. – 27. jún
Námskeið 3 1. – 4. júl
Námskeið 4 22. – 25. júl
Námskeið 5 29. júl – 1. ág
Námskeið 6 6. – 9. ág (þri-fös)
Námskeið 7 12. – 15. ág


Verð pr. námskeið kr. 20.590*

*Systkinaafsláttur, 20% er veittur (20% af gjaldi annars, þriðja og fleiri systkina)

Skráning í Golffjör GR fer fram hér – https://xpsclubs.is/login

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja,
Þjálfarar