Golfklúbburinn býður félagsmönnum afsláttakjör í vetur

Golfklúbburinn, Fossaleyni 6,  býður upp á fyrsta flokks þjónustu í golfhermum og bjóða félagsmönnum Golfklúbbs Reykjavíkur afsláttakjör í vetur. Golfhermarnir eru frá Full Swing Golf, sömu gerðar og Tiger Woods, Jordan Spieth og Justin Rose ásamt fleirum nota og er hægt að velja um að leika á fjölda heimsfrægra golfvalla, auk þess að fara á æfinga- eða leikjasvæðið. Í Golfklúbbnum er lögð áhersla á að kylfingar geti bætt frammistöðu og er í því skyni boðið uppá hátækni púttflöt frá PuttView og sveiflugreiningarbúnað frá Swing Catalyst, hvoru tveggja búnaður sem bestu kylfingar heims reiða sig á. Þá verður gott framboð á námskeiðum og kennslu í boði.

Hjá Golfklúbbnum er einnig boðið upp á veitingar, sjónvörp og pílu til afþreyingar fyrir þá sem hafa áhuga á því.

Hægt er að panta fasta tíma yfir veturinn og er allar frekari upplýsingar að fá hjá Golfklúbbnum.

Verð fyrir leigu á golfhermi pr. klukkustund eru eftirfarandi:

Rótími – frá kl. 10:00-17:00
Fullt verð kr. 4.000
– verð fyrir félaga GR kr. 3.000
Rótími er mánudaga til fimmtudaga frá opnun til kl. 16:00 og til kl. 14:00 á föstudögum
Prýðistími – frá kl.17:00 til 23:00
Fullt verð kr. 6.000
– verð fyrir félaga GR kr. 4.750
Prýðistími er frá kl. 17:00 mánudaga til fimmtudag, frá kl. 14:00 á föstudögum og allar helgar (rauðir dagar og aðrir tímar geta einnig fallið undir prýðistíma)

Tímapantanir fara fram í gegnum skilaboð á Facebook með tölvupósti á netfangið golf@golfklubburinn.is eða í síma 820-9111.

Við hvetjum félagsmenn til með að nýta sér þá þjónustu sem í boði er hjá Golfklúbbnum í vetur.

Golfklúbbur Reykjavíkur