Golfnámskeið hjá Arnari Snæ í maí

Sumarið er komið! Er þá ekki tilvalið að skella sér á golfnámskeið í maí og byrja sumarið vel æfður og undirbúin.

Eftirfarandi námskeið verða í boði hjá Arnari Snæ í maí:

  • Byrjendanámskeið – Besta leiðin til að byrja í golfi
  • Almennt námskeið – Frábært námskeið fyrir alla kylfinga
  • Yfirferð fyrir lengri komna – Fyrir þá sem vilja yfirferð á öllum leiknum sínum fyrir sumarið

Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér fyrir neðan:

Byrjendanámskeið (mán-mið)
Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst. Námskeiðið er fimm skipti (4x 60 mín) frá klukkan 17:00-18:00 á mánudögum og miðvikudögum. Námskeiðið hefst mánudaginn 2.maí og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

2. maí Básar Grip/Staða
4. maí Básar Grunnatriði sveiflunnar
9. maí Básar Járnkylfur/Trékylfur
11. maí Básar Upprifjun og fínpúss

Verð kr. 20.000 (boltar ekki innifaldir)

Byrjendanámskeið (þrið-fimmt)
Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst. Námskeiðið er fimm skipti (4x 60 mín) frá klukkan 20:30-21:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 3.maí og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

3. maí Básar Grip/Staða
5. maí Básar Grunnatriði sveiflunnar
10. maí Básar Járnkylfur/Trékylfur
12. maí Básar Upprifjun og fínpúss

Verð kr. 20.000 (boltar ekki innifaldir)

Almennt námskeið
Upplagt námskeið fyrir þá kylfinga sem ætla að fara með leikinn sinn á næsta plan í sumar. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 18:00-19:00 á mánudögum og miðvikudögum. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 4.maí og verður kennt á eftir eftirtöldum dagsetningum:

4. mai Básar Járnahögg
9. maí Básar Teighögg
11. maí Básar Brautartré
16. maí Básar Boltaflug/Leikskipulag
18. maí Básar Pitch/Stutthögg

Verð kr. 24.000 (boltar ekki innifaldir)

Yfirferð fyrir lengri komna
Upplagt námskeið fyrir þá kylfinga sem ætla að fara með leikinn sinn á næsta plan í sumar. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 19:00-20:00 á mánudögum og miðvikudögum. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 4.maí og verður kennt á eftir eftirtöldum dagsetningum:

Teighögg/Boltaflug

4. maí Básar Járnahögg/Lengdir
9. maí Básar
11. maí Básar Blendingar/trékylfur
16. maí Básar Leikskipulag/Mið
18. maí Básar Pitch/Stutthögg

Verð kr. 24.000 (boltar ekki innifaldir)

Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru fjórir kylfingar.

Kennari verður Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is