Customize Consent Preferences

Þessi vefur nýtir sér vafrakökur (e. web cookies) til að bæta virkni hans og hjálpa stjórnendum vefsins að greina notkun hans.

Það er stefna Golfklúbbur Reykjavíkur að nota vafrakökur með ábyrgum hætti.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við persónuverndarlög.... 

Always Active

Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.

No cookies to display.

Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.

No cookies to display.

Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.

No cookies to display.

Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.

No cookies to display.

Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.

No cookies to display.

Golfsumarið í vændum – opnun valla nálgast

Kæru félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur

Nú fer sól hækkandi á lofti og við horfum björtum augum fram á golfsumarið. Undirbúningur fyrir opnun valla félagsins er í fullum gangi, en í nógu hefur verið að snúast hjá vallarstarfsmönnum okkar.

Veðrið hefur verið hagstætt og vellirnir tóku lit fyrr en venjulega. Síðustu daga hafa hitatölur heldur lækkað sem hægir aðeins á. Enn er of snemmt að segja til um hvernig vellirnir munu koma undan vetri, en á þessum tímapunkti er útlitið mun betra en síðasliðin tvö ár.

Áætlaðar opnanir golfvalla

  • Stefnt er að því að opna Korpúlfsstaðavöll laugardaginn 10 maí.
  • Grafarholtsvöllur verður væntanlega opnaður viku síðar, en ef veðurspá verður okkur hliðholl gæti opnunin átt sér stað fyrr en áætlað er.

Nánari dagsetningar verða kynntar félagsmönnum strax að lokinni páskahátíð.

Framkvæmdir og viðhald Á síðustu dögum hefur verið unnið af krafti að viðhaldi og undirbúningi beggja valla, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Helstu verkefni eru eftirfarandi:

Grafarholt

  • Vinna við að koma vökvunarkerfi í gang eftir veturinn.
  • Yfirferð á öllum glompum, kantskurður og almenn snyrting.
  • Áburðargjöf á teigum og flötum er í fullum gangi ásamt slætti á flötum.
  • Lokafrágangur á nýrri 3. flöt og uppbygging nýrrar 11. brautar stendur yfir og gengur vel, en þessar brautir verða leiknar með óbreyttu sniði í sumar.

Korpa

  • Yfirferð glompa og undirbúningur fyrir opnun stendur yfir.
  • Völtun brauta og sláttur á flötum er hafinn.
  • Fjöldi smærri verka unnin samhliða.
  • Malbikun stíga, þ.e.a.s. þeirra sem voru ekki malbikaðir í fyrra, verður lokið fyrir opnun.

Básar

  • Jarðvegsskipti og lagning gervigrass standa yfir á hluta útisvæðisins, og er sú vinna í fullum gangi.
  • Áætlað er að verkinu ljúki á næstu 2–3 vikum.
  • Fyrir nokkru var sláttumottum skipt út fyrir nýjar.

 

Frekari upplýsingar verða sendar að loknum páskum.

Með bestu kveðju,
Stjórn og starfsfólk Golfklúbbs Reykjavíkur