Kæru félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur
Nú fer sól hækkandi á lofti og við horfum björtum augum fram á golfsumarið. Undirbúningur fyrir opnun valla félagsins er í fullum gangi, en í nógu hefur verið að snúast hjá vallarstarfsmönnum okkar.
Veðrið hefur verið hagstætt og vellirnir tóku lit fyrr en venjulega. Síðustu daga hafa hitatölur heldur lækkað sem hægir aðeins á. Enn er of snemmt að segja til um hvernig vellirnir munu koma undan vetri, en á þessum tímapunkti er útlitið mun betra en síðasliðin tvö ár.
Áætlaðar opnanir golfvalla
- Stefnt er að því að opna Korpúlfsstaðavöll laugardaginn 10 maí.
- Grafarholtsvöllur verður væntanlega opnaður viku síðar, en ef veðurspá verður okkur hliðholl gæti opnunin átt sér stað fyrr en áætlað er.
Nánari dagsetningar verða kynntar félagsmönnum strax að lokinni páskahátíð.
Framkvæmdir og viðhald Á síðustu dögum hefur verið unnið af krafti að viðhaldi og undirbúningi beggja valla, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Helstu verkefni eru eftirfarandi:
Grafarholt
- Vinna við að koma vökvunarkerfi í gang eftir veturinn.
- Yfirferð á öllum glompum, kantskurður og almenn snyrting.
- Áburðargjöf á teigum og flötum er í fullum gangi ásamt slætti á flötum.
- Lokafrágangur á nýrri 3. flöt og uppbygging nýrrar 11. brautar stendur yfir og gengur vel, en þessar brautir verða leiknar með óbreyttu sniði í sumar.
Korpa
- Yfirferð glompa og undirbúningur fyrir opnun stendur yfir.
- Völtun brauta og sláttur á flötum er hafinn.
- Fjöldi smærri verka unnin samhliða.
- Malbikun stíga, þ.e.a.s. þeirra sem voru ekki malbikaðir í fyrra, verður lokið fyrir opnun.
Básar
- Jarðvegsskipti og lagning gervigrass standa yfir á hluta útisvæðisins, og er sú vinna í fullum gangi.
- Áætlað er að verkinu ljúki á næstu 2–3 vikum.
- Fyrir nokkru var sláttumottum skipt út fyrir nýjar.
Frekari upplýsingar verða sendar að loknum páskum.
Með bestu kveðju,
Stjórn og starfsfólk Golfklúbbs Reykjavíkur