GR 90 ára – takk fyrir komuna!

Það var gaman að sjá þá fjölmörgu félagsmenn sem lögðu leið sína á Korpuna á laugardag þegar 90 ára afmæli félagsins var fagnað með kaffi og veitingum. Stjórn og starfsfólk tók á móti gestum og voru myndbönd látin rúlla á skjám í veitingasal þar sem hægt var að sjá bæði myndir frá fyrstu árum félagsins og eins hver framtíðarsýn og næstu skref uppbyggingar hjá félaginu eru.

Grímur Kolbeins mætti með myndavélina og má sjá myndir frá deginum hér 

Afmælispúttmót
Hægt var að taka þátt í púttmóti á efri hæðinni og unnu 6 efstu til verðlauna, í fyrsta sæti varð Rúnar Guðmundsson á -11 eða 25 púttum – úrslit má sjá hér:

Vinninsgshafar geta nálgast glaðning á skrifstofu GR frá og með þriðjudeginum 17. desember.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna og óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar!

Golfklúbbur Reykjavíkur