Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri í kvennaflokki 2022. Íslandsmótið var leikið á Strandarvelli hjá Golfklúbbnum Hellu.
Lið GR var skipað þeim Helgu Signý Pálsdóttir, Auði Sigmundsdóttir, Berglindi Ósk Geirsdóttir, Nínu Margréti Valtýsdóttir og Bjarney Ósk Harðardóttir. Perla Sól Sigurbrandsdóttir var einnig skráð til leiks en tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
Í öðru sæti varð lið GM sem skipað var þeim Berglindi Erlu Baldursdóttir, Eydísi Örnu Róbertsdóttir, Maríu Eir Guðjónsdóttir, Katrínu Sól Davíðsdóttir og Söru Kristinsdóttir.
Í þriðja sæti varð svo lið GKG sem var skipað þeim Katrínu Hörn Daníelsdóttir, Gunnhildi Heklu Gunnarsdóttir, Laufeyju Kristínu Marinósdóttir og Karen Lind Stefánsdóttir.
Hér má sjá úrslit leikja og lokastöðu úr mótinu
Við óskum okkar stúlkum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.
Áfram GR!