Sveit GR sigraði í karlaflokki á Íslandsmóti golfklúbba 2024 í 1. deild 50+ sem leikið var á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar um liðna helgi, dagana 23.-25. ágúst.
Lokastaðan í 1. deild karla +50 varð þessi:
- GR, Golfklúbbur Reykjavíkur
- GKG, Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar
- GE, Golfklúbburinn Esja, Kjalarnes
- GK, Golfklúbburinn Keilir Hafnarfjörður
- GSE, Golfklúbbur Setbergs
- GS, Golfklúbbur Suðurnesja
- GA, Golfklúbbur Akureyrar
- GO, Golfklúbburinn Oddur* – fellur í 2. deild
Við óskum strákunum okkar innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.
Áfram GR!