Frá og með morgundeginum, 12. október mun hluti af vallarsvæðum félagsins loka. Grafarholtsvelli verður lokað formlega fyrir veturinn ásamt Ánni en áfram verður opið fyrir leik á Sjónum og Landinu.
Salernisaðstöðu á Korpunni þarf einnig að loka þar sem hleypa þarf vatni af kerfum fyrir veturinn.
Við minnum á að Thorsvöllur er opinn fyrir leik allt árið og sömuleiðis hægt að mæta í hlýjuna í nýjum og endurbættum Básum þar sem hægt er að notast við Trackman tækni við æfingar og leik.
Að lokum biðjum við félagsmenn að sýna varkárni í umgengni valla og virða þær lokanir sem settar eru á vegna frosts þegar svo er.
Haustkveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur