Gunnar Þór Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður fasteigna og viðhalds hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og hóf störf nú um mánaðarmótin. Gunnar er menntaður smiður og er sjálfur GR-ingur og þekkir félagið og starfsemi þess því vel.
Ábyrgðarsvið Gunnars verður að sinna umsjón og eftirliti með fasteignum og aðstöðu félagsins, veita ráðgjöf við nýbyggingar og sjá um samskipti við verktaka þeim verkefnum tengdum. Störf hans verða unnin í nánu samstarfi við framkvæmdarstjóra og vallarstarfsmenn – vallarumhirða, viðhald véla, aðstoð við nýframkvæmdir á golfvöllum og annað sem liggur fyrir hverju sinni.
Við bjóðum Gunnar velkominn til starfa og hlökkum til að nýta krafta hans og þekkingu í hin ýmsu verkefni á komandi árum.
Golfklúbbur Reykjavíkur