Hákon Örn Magnússon á meðal þriggja íslenskra kylfinga á Opna breska áhugamannamótinu

Keppni á Opna breska áhugamannamótinu (The Amateur Championship) hófst í Lytham St. Annes á vesturströnd Englands hófst í gær. Hákon Örn Magnússon úr GR, Hlynur Bergsson úr GKG og Kristófer Karl Karlsson úr GM eru á meðal þátttakenda en alls eru 288 keppendur sem allir eru í fremstu röð áhugakylfinga á heimsvísu.

Keppt er á tveimur völlum, Royal Lytham og St. Annes Old Links, sem eru þekktir keppnisvellir og eru staðsettir eru fyrir norðan Liverpool og rétt sunnan við Blackpool. Leiknar eru 36 holur og að þeim loknum tekur við holukeppni þar sem að 64 efstu leika til úrslita. Hlynur Bergsson komst í 32 manna úrslit í fyrra.

Hákon Örn lék vel á fyrsta keppnisdegi og lauk leik á samtals 70 höggum eða -2, Hlynur lauk leik á pari vallarins, 72 en Kristófer Karl kom í hús á samtals 84 höggum eða 12 höggum yfir pari.

Upplýsingar um skor og stöðu keppenda má fylgjast með hér

Frábær árangur hjá okkar manni á fyrsta degi og óskum við þessum flottu íslensku áhugakylfingum alls hins besta á hringnum í dag.

Golfklúbbur Reykjavíkur