Tæplega 200 keppendur voru skráðir til leiks í Opna FootJoy 2023, sem leikið var á Grafarholtsvelli í dag. Blankalogn var í morgunsárið þegar fyrstu keppendur mættu til leiks og var völlurinn vel vökvaður eftir rigningu gærdagsins sem var gott að fá eftir mikinn þurrk. Ræst var út frá kl.8 til 15. Hákon Örn Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur kom inn á besta skori í karlaflokki, 66 höggum og Ásta Óskarsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur var á besta skori í kvennaflokki, 82 höggum.
Öll úrslit úr mótinu má sjá í mótskrá á Golfbox en helstu úrslit urðu þessi:
Punktakeppni karla:
- Björn Ingi Edvardsson 42 punktar
- Gunnar Gíslason 41 punktar
- Atli Tómasson 40 punktar
Punktakeppni kvenna
- Kristjana S Þorsteinsdóttir 39 punktar
- Sigríður Lovísa Sigurðardóttir 38 punktar (betri seinni 9)
- Giovanna Steinvör Cuda 38 punktar
Besta skor kk. Hákon Örn Magnússon 66 högg
Besta skor kvk. Ásta Óskarsdóttir 82 högg
Nándarverðlaun:
2.braut – Ellert Þór Magnason 1,98 m
6.braut – Jón Hafsteinn Guðmundsson 0,78 m
11.braut – Tómas Peter Broome Salmon 0,85 m
17.braut – Sveinn Fannar Daníelsson 12 cm
Lengsta drive 3.braut – Jóhannes Guðmundsson
Við þökkum keppendum kærlega fyrir daginn og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur í mótinu. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með þriðjudeginum 8. ágúst.
Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við ÓJK-ÍSAM ehf. og FJ