Halldór Þórður Oddsson sigurvegari Mercedes Benz bikarsins 2024

Holukeppni GR sem ber heitið Mercedes-Benz bikarinn er lokið og úrslit eru ráðin.

Í ár var það Halldór Þórður Oddsson sem sigraði eftir spennandi og tilþrifamikinn úrslitaleik gegn Hauki Lárussyni. Haukur vann fyrstu þrjár holurnar, en Halldór náði að stoppa leikann og eftir tvo fugla í röð náði hann að minnka muninn á eina holu. Flestar holur féllu hjá þeim köppum en eftir 18 holur var jafnt og þurfti því bráðabana til þess að knýja fram úrslit.

Mercedes-Benz bikarinn hefur verið í gangi í allt sumar en 64 keppendur hófu keppni í sumarbyrjun.

Sumir segja að sumarið hafi ekkert byrjað en óháð veðri þá fór keppnin af stað.

Hver leikur er 18 holu holukeppni leikin með fullri forgjöf. Eftir hverja umferð detta þeir út sem tapa en hinir halda áfram.

Þegar þremur umferðum var lokið stóðu átta keppendur eftir.

Í átta manna úrslitum léku eftirfarandi:

Grímur Þórisson gegn Nicholas Anthony Cathcart-Jones

Björn Ólafur Bragason gegn Hauki Lárussyni

Jón Kristján Ólason gegn Halldóri Þórði Oddssyni

Ásdís Elva Aðalsteinsdóttir gegn Jóni Lárusi Kjerúlf

Það voru Nicholas, Haukur, Halldór og Jón unnu sína leiki og eru komnir í undanúrslit keppninnar.

Þar mætast Nicholas og Haukur annars vegar og hins vega Halldór og Jón. Eins og segir í upphafi fréttarinnar var það síðan Halldór sem sigraði Hauk í úrsltialeiknum.

GR þakkar Öskju fyrir samstarfið en Askja er styrktaraðili keppninnar. Sigurvegarinn hlaut frítt árgjald fyrir næsta ár að launum.