Íslandsmót eldri kylfinga lauk í gær á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar.
Keppendur voru alls 122 og voru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Í kvennaflokki voru 46 keppendur og 76 í karlaflokki.
Keppt var í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 50 ára og eldri, og 65 ára og eldri.
Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, sigraði í +50 ára flokki kvenna eftir mikla keppni við Þórdísi Geirsdóttur, GK. Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnheiður fagnar þessum titli og rauf hún 9 ára sigurgöngu Þórdísar í þessum flokki.
Það var einnig mikil spenna í karlaflokki +50 ára. Þar sigraði Hjalti Pálmason, GM, með minnsta mun en þetta er fyrsti sigur hans í þessum flokki. Jón Karlsson, GR sem hafði titil að verja var einu höggi á fetir og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, Úlfar Jónsson, GKG, varð þriðji.
Guðrún Garðars, GR sigraði í kvennaflokki +65 ára í spennandi keppni en Elísabet Böðvarsdóttir, GKG, var höggi á eftir Guðrúnu.
Hannes Eyvindsson; GR, sigraði í karlaflokki +65 ára en hann var tveimru höggum betri en Sæmundur Pálsson úr GR. Hannes varð þrívegis Íslandsmeistari í golfi á árunum 1978-1980.
Úrslit:
Konur +50 ára:
- Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG 238 högg (+25) (78-82-78).
- Þórdís Geirsdóttir, GK 239 högg (+26) (84-77-78).
- María Málfríður Guðnadóttir GKG (+44) (85-88-84).
Karlar +50 ára:
- Hjalti Pálmason, GM 217 högg (+4) (74-72-71).
- Jón Karlsson, GR 218 högg (+5) (69-80-69).
- Úlfar Jónsson, GKG 220 högg (+7) (77-73-70).
Konur +65 ára:
- Guðrún Garðars, GR 259 högg (+46) (88-87-84).
- Elísabet Böðvarsdóttir, GKG 260 högg (+47) (87-82-91).
- Stefanía Margrét Jónsdóttir, GR 276 högg (+63) (92-88-96).
Karlar +65 ára:
- Hannes Eyvindsson, GR 236 högg (+23) (76-77-83).
- Sæmundur Pálsson, GR 238 högg (+25) (80-82-76).
- Sigurður Aðalsteinsson, GSE 240 högg (+27) (79-80-81).