Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Axel Bóasson taka allir þátt á 2. stigi úrtökumótsins fyrir DP World atvinnumótaröðina – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Alls er keppt á fjórum keppnisvöllum sem allir eru á Spáni. Keppni hefst á þann 2. nóvember og eru fjórir 18 holu hringir leiknir á fjórum keppnisdögum. Íslendingarnir leika allir á sitt hvorum vellinum – Haraldur Franklín keppir á Fontanals vellinum við Girona borg, Guðmundur Ágúst á Desert Springs í nágrenni við Almería og Axel á Isla Canela Links við borgina Hueva.
Fylgjast má með keppni á Fontanals vellinum hér
Fylgjast má með keppni á Desert Springs hér
Fylgjast má með keppni á Isla Canela Links hér
Gera má ráð að á hverjum velli fyrir sig komist 23-24 efstu keppendurnir áfram á lokaúrtökumótið sem fram fer á Infinitum Golf (Lakes & Hills) við borgiuna Tarragona á Spáni 10.-15. nóvember. Á lokaúrtökumótinu keppa 156 kylfingar og fá 25 efstu kylfingarnir keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili.
Við óskum þessum flottu kylfingum góðs gengis í keppni helgarinnar!
Golfklúbbur Reykjavíkur